UM OKKUR

Við höfum síðastliðin 27 ár unnið með fjölgmörgum alþjóðlegum vörumerkjum og þekkjum vel hvernig gera á góða samninga þegar markmiðið er að byggja upp heilbrigðan rekstur.

Lykillinn er fyrst og fremst að velja verkefni, vörumerki sem maður hefur fulla trú á og hentar vel sínu áhugasviði. Reynsla er alltaf góð en hana fær maður þó ekki nema reyna.

Okkar styrkur hefur verið að finna góð vörumerki og samstarfsaðila en þó ekki síður hið mikilvæga að finna rétt jafnvægi á vöruframboði hverju sinni. Fjármagn er dýrt og getur verið erfitt að afla þess í ný verkefni.

Uppbygging nauðsynlegs lagers getur tekið tíma og þess vegna er vörustjórnun mikilvægasti þátturinn í rekstri heild og smásöluverslana. Með takmarkað fé þarf skynsemi og útsjónarsemi í innkaupum og stjórnun birgða og þar hefur reynslan í gegnum áratugi kennt okkur að greina þarfir hvers verkefnis til að vöruúrval og framboð geti verið sem allra best.

Markaðssetning er ekki síður stór þáttur til að koma af stað meiri veltuhraða og þar höfum við einnig góða reynslu og höfum á undanförnum árum tileinkað okkur mikilvægi samfélagsmiðla. Kostnaður við markaðssetningu í dag töluvert lægri en áður en aftur á móti þarf þekkingu og reynslu til að nálgast viðskiptavininn. Netpóstur er einnig stór þáttur í dreifingu markaðsefnis sem við höfum einnig tileinkað okkur.

Lítil yfirbygging á rekstri HLC Projects gefur okkur kost á að aðstoða og taka að okkur tímabundin verkefni fyrir sanngjarna þóknun þar sem hver mínúta nýtist vel.

Hikaðu ekki við að vera í sambandi og sjáum hvort að reynsla okkar geti orðið að liði