Okkar þjónusta
Hönnum og þróum gæða Shopify netverslanir fyrir alþjóðleg vörumerki
Í samvinnu byggjum við saman toppklassa netverslun sem hentar þínu fyrirtæki með það að markmiði að fiska inn viðskiptavini og hámarka sölu.
Af hverju við?
Við erum Shopify Partners og höfum gert Shopify netverslanir síðan 2015 og höfum þess vegna orðið góða reynslu og þekkingu auk þess sem áratuga reynsla okkar teymis í rekstri og uppbyggingu margra alþjóðlegra verslana og vörumerkja hafa skilað þeirri þekkingu sem hönnun netverslana þarf.
Skipulag og þróun
Hvert sem verkefnið er þá mun teymi okkar finna lausnamiðaðar leiðir með það að markmiði að finna bestu tæknilegu leiðina í að nálgast viðskiptamarkmið þitt.
Umfang og kostnaður
Við munum í samvinnu við þig gera þarfagreiningu á verkefninu, tíma og kostnaðaráætlun.
Hönnun og smíði
Í framhaldi munum við vinna saman að því að innleiða réttu vörurnar og flokka þær vörulínur þannig að þær skili sér áreynslulaust í tölvu eða síma viðskipavinarins
Forsíða er eins og vel uppsett gluggaútstilling. Það skiptir okkur miklu máli að hún sé einföld, falleg og leiði viðskiptavininn áfram.
Einfaldleiki í að finna réttu vöruna á sem allra skemmstum tíma og með sem minnsti fyrirhöfn skiptir höfuðmáli þar sem viðskiptavinur gefur sér oft mjög takmarkaðan tíma í vöruleitinni.
Allar vörur eru merktar fyrir SEO leitun
Miklu mál skiptir að netverslanir séu vel hannaðar og með góðu aðgengi fyrir síma ekki síður en tölvur ásamt hraða. Okkar reynsla er sú að 80% hugsanlegra viðskiptavina fari fyrst inn á síðuna í síma.
Margir þurfa á sérsmíðuðum lausnum að halda við hin ýmsu atriði og þar eru forritar okkar í sérflokki og hingað til höfum við leyst allar sérþarfir okkar viðskiptavina
Teymisvinna
Við vinnum gerð netverslanana í nánu samstarfi við verkkaupa og oftar en ekki taka starfsmenn þeirra og eigendur þátt í verkefninu ekki einungis til að leggja hönd á plóg og lágmarka kostnað heldur einnig og ekki síst til að miðla faglegri þekkingu sinna vörumerkja.
Markmið okkar er svo alltaf að mynda teymi með starfmönnum og kenna á kerfið þannig að vefverslunin haldi áfram að þróast og viðhaldast í þeirra höndum.