Reynsla

Með yfir 30 ára reynslu í verslunargeiranum í samstarfi við fjölda alþjóðlegra vörumerkja vitum við hvað þarf til að nálgast neytendur. Allt frá því að fiska þá inn og þangað til að þeir ganga sáttir og ánægðir frá versluninni.

Síðan  2015 höfum við gert netverslanir með Shopify og þekkjum vel hvernig best er að byggja upp verslun á netinu þannig að hún verði jafn aðgengileg og venjuleg vel skipulögð verslun.

Shopify umhverfið sem við höfum núna 5 ára reynslu með gefur rekstraraðilum gott yfirsýn með skýrslum á skjánum sem einfalt er að kalla fram til að mæla árangur. Hvaða markaðssetning er að virka? hvernig hægt er að bregðast við eftirspurn? hvað þarf til að klára viðskiptin, hvað eru margir að koma aftur í netverslunina? og fleira og fleira. 

Góð farsímaútfærsla á heimasíðum og netverslunum hefur sjaldan verið eins mikilvæg en síminn er upphaf nánast allra viðskipta í dag en þar standa Shopify síður algjörlega upp úr.

Leyfðu okkur endilega að kynna þér hvað við getum gert saman, spáum í spilin og sjáum hvort að við sem teymi getum ekki saman bætt þjónustu þína við þína viðskiptavini.